Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Lögfræði Mikka refs.

Undanfarið hef ég hugleitt hvort lögfræði Mikka refs í Hálsaskógi hafi verið höfð að leiðarljósi í útrásinni og einkavinavæðingu bankanna.     Hún hljóðar svona " Það stendur ekkert um það í lögunum"  og svo er þetta notað hvar sem því verður við komið.     Mikki refur var merkilegur fír,   en hann sá að sér og fékk uppreisn æru sem hann svo sannarlega vann fyrir með því að bjarga bangsa litla.     Svo endaði með því í Hálsaskógi að öll dýrin í skóginum urðu vinir.    Verstu óvinir dýrana (maðurinn og konan) náðu ekki að selja bangsa litla í fjölleikahús og sátu eftir með sárt ennið.    En hvar eru Mikki refur og bangsapabbi nú ?   Æ, komið nú og bjargið okkur frá manninum og konunni, svo við endum ekki öll í fjölleikahúsi.


Hverjum er hægt að treysta nú?

Ég er ein þeirra sem fékk sent í tölvupósti upplýsingar um sérafgreiðsluna hjá þeim sem tóku lán(lesist rán) til að fjármagna kaup á hlutabréfum í fallítt banka.    Reiði mín var mikil - svo mikil að ég man nú ekki annað eins.   Ekki minnkaði reiðin þegar ég hlustaði/horfði á kvöldfréttir þar sem fullyrt er að þetta sé heilagur sannleikur.   Og svo kemur þetta frá norðmanninum !    Enginn brást við þegar viðvaranirnar komu,  enginn gerði neitt þegar skýrslur bárust um að bankarnir væru á hálum ís.

Er nokkuð skrítið að maður spyrji hverjum sé nú treystandi,  þeir sem fengu sérmeðferðina og bera væntanlega ábyrgð að hluta til hvernig komið er,  eru ennþá að stjórna eftir því sem manni skilst.   Er ekki allt í lagi heima hjá þér ?  Er stundum spurt þegar einhver nær að ganga fram af einhverjum.   Eigum við ekki heimtingu á að mönnum sé skipt út þegar þeir hafa gerst sekir um svona skammarstrik (þori ekki að taka dýpra í árinni - en það ætti samt við)  

Bankinn minn tók af sparifénu mínu 15-20 %,  hvað á að gera við þann pening?   Er hann kannski notaður til að dekka "ránin" sem tekin voru til hlutabréfakaupa?   Ég á ekki erfitt með að fyrirgefa það sem ekki er fyrirséð eða gerist óvart,  en það sem gert er af ásetningi á ég afar erfitt með að fyrirgefa.    En sé það satt að í bankanum mínum starfi ennþá þeir sem fengu sérmeðferð þá er ekki langt í að ég flytji allt mitt.    Spurningin er bara,  hverjum er hægt að treysta ? 


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Hún er búin að starfa í tæplega 30 ár í faginu.   Hún hefur enga tölu á því hversu mörgum börnum hún hefur hjálpað í heiminn, en þau eru orðin nokkur hundruð.     Henni hefur alltaf fundist gaman í vinnunni og finnst það enn.   Hún má fara á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni.   Það getur orðið  eftir um það bil 4-5 ár.    Það er ekki slæm tilhugsun.   Annars hefur hún orðið dálítið pólitísk á seinni árum en ekki þó flokkspólitísk enda telur hún að það bindi fólk um of á klafa.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband