Missti af partýi ársins

Ljósmóðirin fékk gigtarkast og komst ekki í frænkupartýið sem haldið var í Hlíðinni fríðu í Grafningi.   Hún hefur ekki verið nógu dugleg við neitt undanfarið svo  hreyfingarleysi setti þetta kast af stað ef hún skilur þetta rétt.    Einhversstaðar las hún að líkaminn væri eina vélin sem slitnaði við hreyfingarleysi.  Það er sennilega alveg hárrétt.    Þess vegna fékk ljósmóðirin vængi þegar hún las í Fréttablaðinu í morgun að það væri hjartadagur í Kópavogi í dag og dreif hún sig til að læra stafagöngu.    Og viti menn,  hún lærði að ganga upp á  nýtt -  með stöfum.   Einhvertíma hefði nú ekki þótt íþróttamannslegt að ganga með tvo stafi (sbr. Jón Konn.  sálugi)   en þetta er hin besta hreyfing og nær að hreyfa bæði hendur og fætur ef rétt er gert.   Að ég tali nú ekki um hjarta og lungu sem svo sannarlega fá að pumpa.    Svo nú er ljósmóðirin búin að heita sjálfri sér því að æfa nú fram að næsta partýi og vera í fantaformi þegar að því kemur.      Alveg var stórmerkilegt hvað margir tóku þátt í þessu hjartahlaupi þar sem þetta fór nú fram á sunnudagsmorgni kl. 10.30.   Það er alveg greinilegt að það eru ekki allir í óhollustu og sukki um helgar og geta þess vegna vaknað snemma á sunnudögum til að hreyfa sig.     Nú er bara að halda áfram að nota stafina!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Já, Olla Magga mín, það er alveg bannað að vera veik í partíinu að ári svo það það er eins gott að þú haldir þér í fínu formi!

Guðrún S Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Hún er búin að starfa í tæplega 30 ár í faginu.   Hún hefur enga tölu á því hversu mörgum börnum hún hefur hjálpað í heiminn, en þau eru orðin nokkur hundruð.     Henni hefur alltaf fundist gaman í vinnunni og finnst það enn.   Hún má fara á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni.   Það getur orðið  eftir um það bil 4-5 ár.    Það er ekki slæm tilhugsun.   Annars hefur hún orðið dálítið pólitísk á seinni árum en ekki þó flokkspólitísk enda telur hún að það bindi fólk um of á klafa.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband