Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Treystum hvert öðru ?.........

Ég las í morgun þessa ágætu áminningu, -  að mikilvægast nú væri að treysta hvert öðru.     Ég varð hugsi - fór að velta fyrir mér hvernig maður byggði nú upp traust.    Er það ekki byggt á heiðarleika ?  Og einlægni ?   Mér hefur fundist undanfarna daga að það vanti ef til vill eitthvað upp á þessi atriði hjá einhverjum.    Þeir sem vilja fá traust almennings þurfa að sýna að þeir séu traustsins verðir.    Þeir sem ég treysti best eru þeir sem hafa sýnt mér einlægni og verið heiðarlegir og opinskáir.    Sumt er ef til vill ekki hægt að segja opinskátt en það er samt afar mikilvægt að vera heiðarlegur, þannig ávinna menn sér traust en ekki með fagurgala um eigið ágæti.     "Svo kom ég og reddaði þessu"  virkar ekki trúverðugt í mín eyru.     Það myndi virka betur ef einhver segði - svo fremi það væri sannleikur,  " ég gerði mistök, getið þið fyrirgefið mér". 

Þetta er skrifað sem örlítil áminnig til þeirra sem biðja almenning að sýna sér traust.


Kreppan

Laugardagsmorgnar eru í mínum huga besti tími vikunnar.    Þá vakna ég nokkuð snemma og get fengið mér morgunmatinn í rólegheitum og lesið blöðin í góðu næði yfir kaffibolla (bollum) sem jafnan er grænn Bragi.    Í morgun var engin undantekning,  Bragi bragðaðist vel og hvorugt fríblaðana var í fríi.   En það sem vakti mig til umhugsunar í morgun var annars vegar allar heilsíðu- og heilopnuauglýsingarnar frá hinum og þessum verslunum og hins vegar allar greinarnar frá hinum og þessum spekingum um kreppuna sem nú er að hellast yfir þjóðina.      Ef ég les þetta í samhengi þá velti ég því fyrir mér hvað sé á bak við auglýsingarnar.    Er það örvænting stórra verslanakeðja sem sjá fram á það að ef ekki er hægt að blekkja neytendur til að koma og versla muni þeir rúlla.  Eða eru þetta verslanir sem eiga eftir að gera það gott af því neytendur hafa næg fjárráð og geta verslað að vild.    Svo ekki sé minnst á brelluna sem heyrðist í kvöldfréttunum í gær - " farið hamstra".    Ég ætla ekki að fara í verslunarleiðangur í dag eða næstu daga, ég ætla ekki að hamstra,  ég ætla að halda fast um budduna ( þó ég hafi verið svo heppin að fá launahækkun rétt áður en kreppunni var lýst yfir).    Kvöldmaturinn er slátur að gömlum og góðum sið,  ég splæsti í rófur í lágvöruverðsversluninni sem ég fór í í gær af því það á svo vel við  með slátri.     Þegar ég las svo auglýsinguna aftan á Fréttablaðinu þar sem auglýstur var borðbúnaður af fínni gerð ásamt prjónum til að borða með þá var mér nú allri lokið,  ég sé okkur ekki í anda borða slátrið með prjónum.

Höfundur

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Hún er búin að starfa í tæplega 30 ár í faginu.   Hún hefur enga tölu á því hversu mörgum börnum hún hefur hjálpað í heiminn, en þau eru orðin nokkur hundruð.     Henni hefur alltaf fundist gaman í vinnunni og finnst það enn.   Hún má fara á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni.   Það getur orðið  eftir um það bil 4-5 ár.    Það er ekki slæm tilhugsun.   Annars hefur hún orðið dálítið pólitísk á seinni árum en ekki þó flokkspólitísk enda telur hún að það bindi fólk um of á klafa.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband