Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Ég las í morgun þessa ágætu áminningu, - að mikilvægast nú væri að treysta hvert öðru. Ég varð hugsi - fór að velta fyrir mér hvernig maður byggði nú upp traust. Er það ekki byggt á heiðarleika ? Og einlægni ? Mér hefur fundist undanfarna daga að það vanti ef til vill eitthvað upp á þessi atriði hjá einhverjum. Þeir sem vilja fá traust almennings þurfa að sýna að þeir séu traustsins verðir. Þeir sem ég treysti best eru þeir sem hafa sýnt mér einlægni og verið heiðarlegir og opinskáir. Sumt er ef til vill ekki hægt að segja opinskátt en það er samt afar mikilvægt að vera heiðarlegur, þannig ávinna menn sér traust en ekki með fagurgala um eigið ágæti. "Svo kom ég og reddaði þessu" virkar ekki trúverðugt í mín eyru. Það myndi virka betur ef einhver segði - svo fremi það væri sannleikur, " ég gerði mistök, getið þið fyrirgefið mér".
Þetta er skrifað sem örlítil áminnig til þeirra sem biðja almenning að sýna sér traust.
Dægurmál | 11.10.2008 | 10:19 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 4.10.2008 | 10:29 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Ljósmæðrafélag Íslands Félagið mitt sem berst við tröllin þessa dagana
- OA samtökin á Íslandi Samtök sem gefa nýja von þegar allt annað hefur brugðist