Þegar vonin bregst líka

Hvernig líðan er það þegar allt hefur brugðist og meira að segja þeir sem helst voru traustsins verðir ?

Nú hefur frænka talað, Ingibjörg Sólrún sem var  einna skeleggust í kvennabaráttu síðustu aldar talaði loksins í hádegisfréttunum í dag.  Eftir að hafa hlustað á það sem hún sagði er ég ekki vongóð um að hún geri neitt til að rétta ójöfnuðinn sem ljósmæður þessa lands hefur búið við í áratugi.   Ég treysti því að hún myndi beita sér til að þessu óréttlæti yrði aflétt en hún hefur ekki staðist væntingar mínar.     En af þvi ég er ekki viss um að langrækni mín endist fram að næstu kosningum þá ætla ég að setja miða á ísskápinn - ALDREI AÐ KJÓSA SAMFYLKINGUNA AFTUR !

 Ég þarf ekki að setja svona miða fyrir íhaldið - ég er löngu hætt að binda vonir við það í þessum efnum.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
Hún er búin að starfa í tæplega 30 ár í faginu.   Hún hefur enga tölu á því hversu mörgum börnum hún hefur hjálpað í heiminn, en þau eru orðin nokkur hundruð.     Henni hefur alltaf fundist gaman í vinnunni og finnst það enn.   Hún má fara á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni.   Það getur orðið  eftir um það bil 4-5 ár.    Það er ekki slæm tilhugsun.   Annars hefur hún orðið dálítið pólitísk á seinni árum en ekki þó flokkspólitísk enda telur hún að það bindi fólk um of á klafa.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband