Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ljósmóðirin fékk gigtarkast og komst ekki í frænkupartýið sem haldið var í Hlíðinni fríðu í Grafningi. Hún hefur ekki verið nógu dugleg við neitt undanfarið svo hreyfingarleysi setti þetta kast af stað ef hún skilur þetta rétt. Einhversstaðar las hún að líkaminn væri eina vélin sem slitnaði við hreyfingarleysi. Það er sennilega alveg hárrétt. Þess vegna fékk ljósmóðirin vængi þegar hún las í Fréttablaðinu í morgun að það væri hjartadagur í Kópavogi í dag og dreif hún sig til að læra stafagöngu. Og viti menn, hún lærði að ganga upp á nýtt - með stöfum. Einhvertíma hefði nú ekki þótt íþróttamannslegt að ganga með tvo stafi (sbr. Jón Konn. sálugi) en þetta er hin besta hreyfing og nær að hreyfa bæði hendur og fætur ef rétt er gert. Að ég tali nú ekki um hjarta og lungu sem svo sannarlega fá að pumpa. Svo nú er ljósmóðirin búin að heita sjálfri sér því að æfa nú fram að næsta partýi og vera í fantaformi þegar að því kemur. Alveg var stórmerkilegt hvað margir tóku þátt í þessu hjartahlaupi þar sem þetta fór nú fram á sunnudagsmorgni kl. 10.30. Það er alveg greinilegt að það eru ekki allir í óhollustu og sukki um helgar og geta þess vegna vaknað snemma á sunnudögum til að hreyfa sig. Nú er bara að halda áfram að nota stafina!!
Stjórnmál og samfélag | 28.9.2008 | 12:54 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú liggur fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu ljósmæðra við íslenska ríkið. Sú sem þetta ritar er nokkuð sátt við þessa niðurstöðu þó eitthvað vanti uppá að ljósmæður fengju það sem þær telji að þeim beri. Ekki er hægt að ætlast til að fá sínum ýtrustu kröfum fullnægt í deilum sem þessari, en það má líta á þessa niðurstöðu sem einn áfanga í lengra ferli. Ljósmæður eru ekki hættar baráttu sinni fyrir leiðréttingu á kjörum sem hafa um langan tíma verið langt fyrir neðan stéttir sem eðlilegt er að ljósmæður beri sig saman við. Baráttan er rétt hafin og augljóst að ljósmæður hafa mikinn stuðning í þjóðfélaginu - enda má segja að allir íslendingar hafi í upphafi lífsins lent í höndum þeirra og eigi þeim því gott að gjalda. Ljósmæður eru þolinmóðar og kunna svo sannarlega að bíða - þær hafa sýnt það og sannað.
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2008 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkv. íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu útgáfu árið 2002 er orðið þræll, skilgreint svo: " ófrjáls maður (t.d. hertekinn eða keyptur, eign húsbónda síns), notaður sem vinnudýr, (eintala yfirleitt bara um karla, fleirtala um bæði karla og konur). Þrælalög, lög um að halda fólki í ánauð, lög til að beita fólki harðræðum (til vinnu).
Mér datt þetta svona í hug þegar ég var að hugleiða hvernig ég gæti losnað úr vinnu minni hjá ríkinu ef uppsögn mín verður dæmd ólögleg.
Stjórnmál og samfélag | 14.9.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 14.9.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig líðan er það þegar allt hefur brugðist og meira að segja þeir sem helst voru traustsins verðir ?
Nú hefur frænka talað, Ingibjörg Sólrún sem var einna skeleggust í kvennabaráttu síðustu aldar talaði loksins í hádegisfréttunum í dag. Eftir að hafa hlustað á það sem hún sagði er ég ekki vongóð um að hún geri neitt til að rétta ójöfnuðinn sem ljósmæður þessa lands hefur búið við í áratugi. Ég treysti því að hún myndi beita sér til að þessu óréttlæti yrði aflétt en hún hefur ekki staðist væntingar mínar. En af þvi ég er ekki viss um að langrækni mín endist fram að næstu kosningum þá ætla ég að setja miða á ísskápinn - ALDREI AÐ KJÓSA SAMFYLKINGUNA AFTUR !
Ég þarf ekki að setja svona miða fyrir íhaldið - ég er löngu hætt að binda vonir við það í þessum efnum.
Stjórnmál og samfélag | 12.9.2008 | 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
33 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Ljósmæðrafélag Íslands Félagið mitt sem berst við tröllin þessa dagana
- OA samtökin á Íslandi Samtök sem gefa nýja von þegar allt annað hefur brugðist